Smásaga eftir Sigríði Júlíu Bjarnadóttur

Hvað gerðist ?


Maí , maí er góður mánuður . Skólinn að klárast þennan veturinn.  Bara eitt sundpróf eftir .
 
Veturinn hafði reyndar verið svolítið spennandi, Gunnar sýndi mér áhuga , við vorum meira að segja kærustupar.
Hann sagði að ég væri svo heimsk að ég skildi ekki neitt.
Það er ekki rétt .  Ég get alveg lesið og reiknað.
Hann er bara montrass.
 
Út um herbergisgluggann sé ég Reynitréð sem pabbi gróðursetti þegar ég fæddist, það hefur stækkað mikið alveg eins og ég .
Núna eru að myndast agnarlítil laufblöð, svo stækka þau og visna í haust og verða að jarðvegi .
Hring eftir hring .
 
Sundprófið var ekki eins skemmtilegt og oft áður .  Ég var eitthvað svo þreytt , ég er að vísu soldið feitari en hinar stelpurnar, en hvað með það?   Þær eru sko ekki vinkonur mínar , stríddu mér stundum.
Mamma sagði að betra væri að eiga eina góða vinkonu en margar vondar.
Erla var góð vinkona, en hún flutti í haust með foreldrum sínum út á land.
 
Ég er eitthvað svo þreytt , fer bara snemma að sofa í kvöld.
Það er svo gott að sofa í litla þakherberginu mínu í svona roki og rigningu. Hvinur í þakskegginu.
Mamma hafði hafði sett hreint á rúmið mitt. Hún sagði að ég gæti alveg gert það sjálf .  Hún væri ekki þjónustustúlka hérna. 
En mikið er notalegt að finna lyktina af nýþvegna kodda og sængurverinu.
 
Hvað var þetta ?  Guð minn góður !!!
Verkirnir eru ólýsanlegir, ég hef aldrei fundið aðra eins verki .
Hvað er að gerast ? Er ég að deyja ?  Get ég farið niður ? ég er svo þyrst .
Hafði ég pissað undir ?  Það hafði gerst þegar ég var fjögra
 ára !  
Barnið skaust út í heiminn á nýþvegna lakið, svo fallegt og hávært.
 
Endir.

Viltu deila þessu innleggi?

Deildu á Facebook
Deildu á Twitter

HVað finnst þér um þetta innlegg?